Nýjustu Fréttir
-
þriðjudagurinn 8. mars 2016
Heimsókn eldri borgara frá Búðardal
Við í Barmahlíð fengum skemmtilega heimsókn í síðustu viku, frá eldri borgurum í Búðardal. Sungið var og dansað, takk fyrir komuna og verið velkomin aftur. Hér koma svo nokkrar myndir frá gleðinni.
-
þriðjudagurinn 23. febrúar 2016
Afmælisbarn dagsins er Þráinn.
Til hamingju með daginn þinn, hér koma myndir af afmælisbarninu.
-
þriðjudagurinn 1. desember 2015
Laufabrauð, jólaglögg og gítarleikur
Í gær var laufabrauðsgerð og jólaglögg í Barmahlíð. Allir heimilismenn voru sammála um það að vel hefði tekist til og allir skemmt sér hið besta. Jóhanna tómstundarfulltrúi mætti með gítarinn og tók nokkur vel valin jólalög. Hér eru svo nokkrar myndir frá kvöldinu.
-
mánudagurinn 28. september 2015
Krakkar úr 1-4. bekk úr Reykhólaskóla í vettvangsheimsókn
Við fengum hressa og skemmtilega krakka úr 1-4. bekk frá Reykhólaskóla í heimsókn til okkar í dag. Þau fengu að kynnast starfinu hér í Barmahlíð. Sumir fóru að tefla, aðrir tóku upp spil, svo var einnig farið í Boccia kepni. Það má segja að allir ungir sem aldnir hafi skemmt sér vel. Takk kærlega fyrir komuna krakkar, það var virkilega gaman að fá ykkur í heimsókn og ekki skemmdi fyir hvað allir voru prúðir og stilltir.